Aron Dagur hélt hreinu gegn Austurríki

Aron Dagur Birnuson hélt hreinu gegn Austurríki í markalausu jafntefli í fyrsta leik U17 ára liði Íslands í milliriðli EM. 

Ísland spilar aftur í dag kl 16:30 þegar þeir mæta Frakklandi sem vann Grikkland 1-0 í sínum fyrsta leik.

Efstu tvö liðin ásamt sjö af átta bestu liðunum í 2. sæti komast áfram í lokakeppni EM og er því mikið undir í seinni tveimur leikjunum.