Arna Sif aftur til Þórs/KA

Arna Sif er mætt aftur!
Arna Sif er mætt aftur!

Arna Sif Ásgrímsdóttir mun leika með Íslandsmeisturum Þórs/KA næstu tvö árin. Þetta eru frábærar fréttir enda er hún frábær varnarmaður og var meðal annars fyrirliði Þórs/KA þegar liðið varð Íslandsmeistari sumarið 2012. Þá hefur hún leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Arna rifti samningi sínum við ítalska liðið Verona sem hún var samningsbundin eftir ítrekuð samningsbrot af hálfu liðsins. Arna er uppalin hjá Þór/KA og lék 155 leiki fyrir liðið áður en hún gekk til liðs við Kopparbergs/Göteborg FC í Svíþjóð. Síðustu tvö sumur lék hún með sterku liði Vals áður en hún gekk til liðs við fyrrnefnt lið Verona.

Við bjóðum Örnu að sjálfsögðu velkomna aftur heim og getum ekki beðið eftir komandi sumri, áfram Þór/KA!


Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn sumarið 2012