Archie framlengir við KA út tímabilið 2017

Archie verður áfram í gulu og bláu
Archie verður áfram í gulu og bláu

Archange Nkumu eða Archie eins og við köllum hann yfirleitt hefur skrifað undir nýjan samning við KA sem gildir út tímabilið 2017.

Archie var að ljúka sínu fyrsta tímabili með liðinu og stóð sig frábærlega á miðjunni og eru þessar fréttir mikið gleðiefni.

Alls skoraði hann tvö mörk í 1. deildinni í sumar og lék í öllum 22 leikjum deildarinnar og öllum leikjum okkar í bikarkeppni KSÍ. KA er strax farið að undirbúa næsta tímabil enda var á dögunum samið við Callum Williams sem var einmitt kjörinn besti leikmaður liðsins á tímabilinu og Tufa ráðinn þjálfari liðsins næstu 2 árin.  Vonandi verða síðan fleiri fréttir á næstu dögum um nýjar undirskriftir.