Víðir Sigurðsson hefur um árabil gefið út Íslensk knattspyrna með miklum myndarbrag. Þar tekur hann saman tölfræði yfir t.d. stoðsendingar.
Anna Rakel Pétursdóttir var ein af fjórum sem voru stoðsendingarhæstar með sjö stoðsendingar þetta sumarið í Pepsideild kvenna. Víðir veitti henni verðlaun á hófi sem hann hélt í tilefni þess að Íslensk knattspyrna 2016 er komin út.
Óskum Rakel til hamingju með stoðsendingartitilinn en eins og þeir sem hafa fylgst með henni í gegnum tíðina vita þá hefur hún frábæra spyrnutækni sem gerði það að verkum að hún bjó til fjölmörg færi fyrir samherja sína síðasta sumar.