Anna Rakel spilaði á móti Spáni

Anna Rakel var í byrjunarliði U17 liði Íslands sem tapaði 2-0 gegn Spánverjum í lokakeppni EM.

Rakel spilaði á miðjunni fyrstu 70 mínútur leiksins og var þetta hennar besti leikur á mótinu. Andrea Mist var einnig í byrjunarliði og var tekin útaf þegar um 55 mín voru búnar af leiknum.

Þetta var síðasti U17 leikur hennar en á hún að baki 14 leiki og 2 mörk með því landsliði. Það er þó ekki ólíklegt að hún sé nú þegar farin að gera tilkall til U19 enda hefur hún spilað ágætlega með Þór/KA í sumar.

Rakel kemur þó ekki norður strax því á morgun leikur hún með Þór/KA gegn Breiðablik í Pepsideildinni.