Andrea Mist, Anna Rakel og Margrét Árna komu allar við sögu í tapleik gegn Þýskalandi með U19 ára liði Íslands í milliriðli EM. Þjóðverjar höfðu betur 4-0 eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik.
Andrea Mist Pálsdóttir er fyrirliði liðsins en hún lék fyrstu 73. mínútur leiksins. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði allan leikinn og þá kom Margrét inná á 62. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir U19 ára liðið.
Liðið á eftir að leika gegn Póllandi á föstudaginn og Sviss á mánudaginn en þessi lið gerðu markalaust jafntefli í dag.
Óskum okkar stúlkum sem og liðsfélögum þeirra alls hins besta í þessum leikjum!