Jæja, þá er það dagbókarfærsla laugardagsins 9. apríl.
Dagurinn í dag var svipaður og fyrri æfingadagar. Það er mætt í morgunmat kl. 8:00 og svo haldið til æfinga kl. 10:00.
Túfa hafði bara létta æfingu í morgunsárið, enda leikur daginn áður gegn Val, sem fór 0-0 fyrir þá sem ekki vissu, en spilað var á tveimur liðum sem spiluðu 60 mínútur hvort.
Eftir æfingu voru strákarnir sendir upp á hótel en þjálfaraliðið var eftir á vellinum.
Sævar og Eggert höfðu skorað á Túfa og Óskar í annan leik í skallatennis en þeir voru enn í sárum eftir svekkjandi tap tveimur dögum áður. Má segja að Óskar og Túfa hafi sett allt power í byrjun leiks og voru komnir í 10-2 nánast áður en dómarinn hafði flautað leikinn á. Tóku þeir á endanum fyrsta leikinn eftir flotta endurkomu Sævars og Eggerts. Næstu tveir leikir voru miklir baráttuleikir en Eggert og Sæsi höfðu sigur úr þeim báðum og bættu því upp tapið um daginn. Fór þessi hrina 2-1 og stendur því einvígið í 1-1. Lokaleikur einvígisins verður á mánudaginn þar sem sigurvegarar verða úrskurðaðir. Fylgist endilega með því.
Eftir að menn höfðu sleikt sólina (Þegar hérna kemur við sögu er um 23 stiga hiti, heiðskýrt og menn farnir að sjóða af hita) var komið af seinniparts æfingu kl. 16:00.
Ekki verður margt ritað um þá æfingu, fyrir utan það að undir lok æfingar var farið í vítaspyrnukeppni (sjá myndaröð á facebook) og þar var heldur betur óvæntur sigurvegari. Sævar Pétursson framkvæmdastjóri tók þátt ásamt öðrum úr liði starfsmanna í ferðinni, hafði hann á endanum sigur úr bítum og strákarnir heldur ósáttir við fenginn hlut leikmanna, sem var enginn. Hafði Sævar á orði að hann gæti verið fram á kvöld að þessu.
Um kvöldið tók þetta venjulega búðarrölt við til kl. 23:00 þegar menn áttu að vera komnir upp á herbergi.
Á morgun er stefnan sett á Valencia að sjá leik Valencia - Sevilla á Mestalla Stadium þeirra Valencia manna.
- Hérna má sjá Sævar skora fyrsta markið í röð marka sem tryggði honum sigur -
Tekið skal fram áður en að þessari færslu lýkur að flottasta mark dagsins átti Óskar Bragason (sjá myndaseríu á facebook) en vegna tæknilegra örðugleika sést ekki þegar boltinn fer í markið eftir glæsilega vippu í mitt markið. Bravó!
Þar til síðar...