Æfingaferð - Dagur 3 og 4

Dóra leið vel í dag...
Dóra leið vel í dag...

Jæja, þá er komið að einum tvöföldum pakka enda var fimmtudagurinn mjög keimlíkur miðvikudeginum og lítið um hann að segja. Þessir tveir dagar voru nánast eins.

Fyrst ber að geta að keppt var innan starfsmannahópsins í skallatennis eftir morgunæfinguna. Sævar Pétursson og Eggert Sigmundsson voru saman í liði gegn Túfa og Óskari Braga. Skemmst er frá því að segja að eftir æsispennandi leika unnu Túfa og Óskar 2-1 sigur en það þurfti "framlengingu" í alla leikina til að ná fram sigri. Tók leikurinn yfir klukkustund og hafði undirritaður töluverðar áhyggjur af ákveðnum mönnum fram eftir degi.


En þá var komið að föstudeginum, hann byrjaði eins og alltaf á morgunmat kl. 8:00. Á eftir honum var liðsfundur hjá Túfa og Óskari fyrir komandi leik við Valsara. En kl. 10:00 áttu fyrri 60 mínúturnar að hefjast gegn Val og svo beint á eftir komu ný lið inn á og spiluðu aðrar 60 mín.

Ekki er svo sem mikið að segja frá þessum leik nema þá Valur þótti hafa heldur hliðhollan dómara enda áttu þeir völlin sem spilað var á og því heimalið og þurftu að skaffa dómara úr sínum herbúðum.

Á 120 mínútum tókst hvoru liðinu að skora og því enduðu leikar 0-0, Túfa og Óli höfðu samið um að þeir sjálfir myndu taka vítaspyrnukeppni en ekkert varð úr ... vonandi náum við henni úr þeim.

Eftir leik var haldið til herbergja þar sem menn sturtuðu sig og fengu smá yl í kroppinn en þessi morgun var einstaklega kaldur, blautur og vindasamur. (Úr því átti heldur betur eftir að rætast seinna um daginn)

Eftir hádegismat var mönnum alveg frjálst að gera það sem þeir vildu og fóru menn í hver sína átt en flestir þó í mollið einu sinni enn og meira verslað.

Um 11 leytið áttu menn að vera komnir í koju og tilbúnir fyrir recovery æfingu í fyrramálið.

En nóg í bili kæra dagbók...