Aci og Jakob lánaðir til KF

Aci í æfingaferðinni á Spáni 2013.
Aci í æfingaferðinni á Spáni 2013.

Aksentije Milisic og Jakob Hafsteinsson hafa verið lánaðir til KF. Þeir léku báðir með liðinu á sunnudaginn í 1-1 jafntefli gegn Magna í Lengjubikarnum.  

Aci var á láni hjá Magna síðsta sumar og spilaði hann með þeim 14 leiki og skoraði eitt mark.

Jakob hefur alla tíð leikið með KA og á hann að baki 38 leiki í deild og bikar fyrir félagið.

Það er vonandi að dvöl þeirra út með firði muni styrkja þá enn frekar og að við sjáum þá aftur í gulu treyjunni fyrr en síðar.