Stelpurnar úr 2. fl Þór/KA/Hamrarnir eru Íslandsmeistarar 2016!
Þrátt fyrir að þær eiga þrjá leiki eftir og önnur lið tvo til þrjá leiki er ljóst að ekkert lið getur náð Þór/KA/Hamrarnir að stigum. Þær eiga einn heimaleik eftir þegar þær mæta ÍA á föstudaginn kl. 18.30 á Þórsvelli.
Þá er vert að minnast á að þær mæta Breiðablik/Augnablik miðvikudaginn 7. október í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ.
Þetta sumar hefur því verið mjög flott hjá stelpunum sem eru staðráðnar að enda það með stæl.