Í dag, fimmtudag, tekur 2. flokkur KA/Dalvík/Reynis á móti Tindastól/Hvöt/Kormák í Bikarkeppninni. Leikurinn fer fram á KA-Velli klukkan 19:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja strákana til sigurs.
Strákarnir léku í deildinni á mánudaginn þegar þeir tóku á móti Fjölni á KA-velli. Gestirnir komust yfir á 19. mínútu með marki frá Djordje Pjanic en Árni Björn Eiríksson jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks. Fjölnismenn fengu svo úrvalstækifæri þegar þeir fengu vítaspyrnu er 10 mínútur lifðu leiks til að taka öll stigin heim en Aron Dagur Birnuson í marki KA varði glæsilega og aftur eftir frákast og sá til þess að leikurinn fór 1-1. Hér má sjá myndband úr þeim leik: