KA 1-2 Þór
1-0 Kristján Freyr Óðinsson (45. mín)
1-1 Jóhann Helgi Hannesson (60. mín)
1-2 Þórður Birgisson (65. mín)
Lið KA
Fannar Hafsteinsson (m), Baldvin Ólafsson, Kristján Freyr Óðinsson, Atli Sveinn Þórarinsson (f), Gauti Gautason, Davíð Rúnar Bjarnason, Hrannar Björn Steingrímsson, Ævar Ingi Jóhannesson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Orri Gústafsson og Gunnar Örvar Stefánsson.
Varamenn: Aron Ingi Rúnarsson (m), Jón Heiðar Magnússon, Jakob Hafsteinsson, Ólafur Hrafn Kjartansson, Bjarki Þór Viðarsson, Sveinn Helgi Karlsson og Bjarni Mark Antonsson.
KA byrjaði leikinn mun betur og voru óheppnir að skora ekki snemma en liðið fékk 4-5 ágætis færi áður en að Kristján Freyr kom KA yfir eftir góða sókn í lok fyrri hálfleiks. Þórsarar komu mun beittari til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu þeir verðskuldað á 60. mínútu. Stuttu síðar kom varamaðurinn Þórður Birgisson Þórsurum yfir og þar við sat þrátt fyrir ágætis færi KA-manna til að jafna.
Niðurstaðan er því 0 stig eftir 2 leiki en það segir ekki alla söguna því í báðum leikjunum komu upp flottir spilkaflar og frammistaðan heilt yfir ágæt hjá leikmönnum. Það er einungis tímaspursmál hvenær stigin og sigrarnir fara að detta í hús. Gaman er að sjá hversu margir ungir drengir eru að fá tækifæri hjá Bjarna og Túfa en það voru alls 8 strákar í hóp á 2. flokks aldri en fimm af þeim komu við sögu í leiknum að þessu sinni.
Næsti leikur liðsins er æfingaleikur gegn ÍA í Boganum næsta fimmtudag og strax á sunnudeginum þar á eftir, 2. mars þá tökum við á móti Leikni R. í Boganum.
Myndband úr leiknum sem að Haraldur Logi Hreinsson (Flameboypro) tók upp og klippti saman.