Yfirlýsing HSÍ, KA og Þór

Almennt

Knattspyrnufélag Akureyrar (KA), Íþróttafélagið Þór (Þór) í samvinnu við Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hafa komist að samkomulagi um lok á samstarfi félaganna við rekstur meistarflokks karla í handknattleik.

Þór mun alfarið sjá um rekstur Akureyri Handboltafélags og KA mun senda eigið lið til keppni.

Akureyri Handboltafélag og KA munu því bæði taka þátt í keppni í 1. deild næsta haust.

Jafnframt munu félögin senda sameiginleg lið til keppni í kvennastarfi undir nafni KA/Þór.

Bæði félögin þakka HSÍ fyrir þeirrar aðkomu að málinu og óska hvort öðru velfarnaðar við uppbyggingu handboltans á Akureyri.

 

Akureyri 16.maí 2017

 

Fyrir hönd KA

Hrefna G. Torfadóttir

 

Fyrir hönd Þórs

Árni Óðinsson

 

Fyrir hönd HSÍ

Guðmundur B. Ólafsson


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband