Flýtilyklar
Vinnudagar á Greifavellinum - við þurfum aðstoð!
08.06.2020
Fótbolti
Það er mikið verk að gera Greifavöllinn tilbúinn fyrir átök sumarsins og óskum við því eftir sjálfboðaliðum við að aðstoða okkur við verkið. Það verða vinnudagar á vellinum í dag, mánudag, sem og þriðjudag og miðvikudag frá klukkan 18:00 til 20:00.
Um er að ræða klassísk vorverk eins og ruslatínslu, smá málningarvinnu, þrif og að hengja upp auglýsingaskilti og annað slíkt. Margar hendur vinna létt verk og munum við bjóða upp á pizzur fyrir þá sem aðstoða okkur við verkið.
Hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!