Flýtilyklar
Verksamningur undirritaður um uppbyggingu KA svæðis
Í gær undirrituðu Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar og Húsheild ehf. verksamning um uppbyggingu á stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA. Samningurinn var undirritaður á verðandi keppnisvelli félagsins en verið er að klára að leggja gervigrasið á völlinn.
Verkið skal hefjast strax og skal vera lokið þann 15. júlí 2027 en aðilar náðu saman um að verktími styttist frá því sem áður hafði verið ákveðið og er það afar jákvætt fyrir okkur KA-fólk. Tilboðið hljómar upp á 1.780.559.779 kr.
Ólafur Ragnarsson eigandi Húsheildar - Hyrnu og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar munda pennana
Þetta er gríðarlega stórt og mikilvægt skref í sögu KA og ljóst að það verður gríðarleg lyftistöng fyrir starf okkar þegar verki lýkur. KA er eitt allra stærsta íþróttafélag landsins bæði er kemur að fjölda iðkenda sem og því flotta afreksstarfi sem er unnið hjá félaginu og alveg ljóst að núverandi aðstaða rúmar ekki starfið að fullu.
Guðlaugur Arnarsson, Heimir Örn Árnason, Sævar Pétursson og þau Ólafur og Guðríður á góðri stundu
Yfirlit yfir svæðið að verki loknu - mynd Kollgáta
Verðandi stúka - mynd Kollgáta
Hér standa þau fyrir framan það svæði þar sem stúkan og félagsaðstaðan mun koma upp