Valdimar Logi skrifar undir sinn fyrsta samning

Fótbolti

Valdimar Logi Sævarsson skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta leikmannasamning við knattspyrnudeild KA en hann fagnaði einmitt 15 ára afmæli sínu á sama tíma.

Valdimar Logi sem er mikið efni skrifaði undir fjögurra ára samning en hann varð Íslandsmeistari með 4. flokk KA í sumar og fór meðal annars á reynslu hjá Midtjylland í Danmörku í nóvember árið 2019. Þá hefur hann verið í úrtökuhópum hjá U15 ára landsliði Íslands.

Valdimar Logi hefur komið inná í 5-0 sigri KA á Víking Ólafsvík og 7-1 sigri á Aftureldingu í Lengjubikarnum á þessu tímabili. Það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast áfram með framvindu þessa öfluga kappa næstu árin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband