Úrslitaleikur Kjarnafæðismótsins kl. 19:00

Fótbolti

Það er heldur betur stórleikur á KA-vellinum í dag þegar KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins klukkan 19:00. Nú eru einungis nokkrir dagar í að hasarinn í sumar hefjist og verður spennandi að sjá standið á strákunum auk þess sem að leikir KA og Þórs eru ávallt veisla!

Athugið að aðeins 100 áhorfendur eru leyfðir á leiknum en hann verður í beinni útsendingu á KA-TV og því lítið mál að fylgjast með gangi mála. Aðgangseyrir á völlinn eru 500 krónur og rennur óskiptur til Bjarmahlíðar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband