Flýtilyklar
Tvíhöfði í KA-Heimilinu - fyllum húsið!
Kæra KA-fólk! Eins og fram hefur komið hefur HSÍ aflýst öllu frekara mótahaldi á þessu tímabili. Þetta hefur sínar afleiðingar fyrir KA eins og önnur félög. Meðal annars verður ekkert af fyrirhuguðu yngriflokkamóti sem hefur skilað handknattleiksdeildinni drjúgum tekjum auk þess sem ekkert verður af þeim heimaleikjum sem KA og KA/Þór áttu eftir að spila.
Eins og fram hefur komið hefur allt KA-fólk sem hefur þegið laun tekið á sig launalækkun til að koma félaginu í gegnum núverandi árferði. Róðurinn framundan er þó þungur og við leitum því til KA-fólks á þessum tímum til að styrkja handknattleiksdeildina með því að fylla KA-Heimilið á tvíhöfða þar sem KA og KA/Þór eru bæði að spila frábæra sýndarleiki!
Styrkurinn felst í að millifæra 1.500 fyrir annan leikinn eða 3.000 á báða leikina - en auðvitað er tekið við öllum upphæðum! Við erum gríðarlega þakklát stuðningsfólki okkar sem hefur sýnt liðunum okkar mikinn skilning og hlökkum til að fá ykkur öll aftur á leiki í KA-Heimilinu áður en langt um líður. Áfram KA og KA/Þór!
Millifærsluupplýsingar
Reikningsnúmer: 0162-26-11888
Kennitala: 571005-0180
Ef næg þátttaka næst í þetta verkefni okkar munum við rifja upp klassíska viðureign KA og Vals karlamegin og kvennamegin myndum við gera skemmtilegt verkefni um bikarævintýri KA/Þórs í vetur, það er því um að gera að taka þátt í þessu með okkur!