Ţrjár úr KA/Ţór í U-20 ára landsliđ kvenna

Handbolti

Valið hefur verið u-20 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í undankeppni fyrir EM sem fram fer helgina 21.-23. maí í Rúmeníu en liðið er þar í riðli ásamt Rúmeníu, Frakklandi og Króatíu.

Þrjár stelpur úr liði KA/Þór eru í hópnum, þær Arna Valgerður Erlingsdóttir, Emma Havin Sardarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn og óskum þeim velgengni í verkefninu.

  

Liðið fer út fimmtudaginn 20. maí og kemur heim mánudaginn 23. maí.

Leikirnir verða sem hér segir:
 
Föstudagur 21. maí
Rúmenía – Ísland kl.16.00
Frakkland – Króatía kl.18.00

Laugardagur 22. maí
Ísland – Frakkland kl.16.00
Króatía – Rúmenía kl.18.00

Sunnudagur 23. maí
Króatía – Ísland kl.10.00
Frakkland – Rúmenía kl.12.00

Allar tímasetningar eru á staðartíma
Landsliðsþjálfarar eru Stefán Arnarson og Guðríður Guðjónsdóttir.

Hópurinn er eftirfarandi:
Aðalheiður Hreinsdóttir, Stjarnan
Anna María Guðmundsdóttir, Fram
Arna Erlingsdóttir, KA
Sólveig Ásmundsdóttir, Stjarnan
Elín Helga Jónsdóttir, Fylkir
Erla Eiríksdóttir, Haukar
Emma Havin Sardarsdóttir, KA
Esther V. Ragnarsdóttir, Stjarnan
Hanna Rut Sigurjónsdóttir, Fylkir
Heiða Ingólfsdóttir, Haukar
Ingibjörg Pálmadóttir, FH
Nataly Sæunn Valencia, Fylkir
Sigríður Hauksdóttir, Fylkir
Sigríður Ólafsdóttir, FH
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Tinna Soffía Traustadóttir, Fylkir
Unnur Ómarsdóttir, KA
Þorgerður Atladóttir, Stjarnan
Þórhildur Gunnarsdóttir, Stjarnan


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband