Þorvaldur Daði framlengir út 2025

Fótbolti

Þorvaldur Daði Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Þetta eru frábærar fréttir enda Þorvaldur öflugur og spennandi leikmaður sem kemur úr yngriflokkastarfi KA.

Þorvaldur sem er tvítugur lék sinn fyrsta deildarleik fyrir KA sumarið 2021 þegar KA vann 3-0 heimasigur á Leikni Reykjavík en síðasta sumar lék hann á láni hjá liði KF þar sem hann lék alla leiki liðsins í 2. deildinni og gerði hann alls sjö mörk í 22 leikjum.

Í gegnum árin hefur hann einnig verið viðloðandi helstu yngrilandsliðin og erum við afar ánægð að gera nýjan samning við þennan öfluga kappa og hlökkum áfram til að fylgjast með framgöngu hans í gula og bláa búningnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband