Flýtilyklar
Þór/KA sækir Stjörnuna heim kl. 16:00
Þá er komið að fyrsta leik Þórs/KA eftir Covid-19 pásuna en liðið mætir í Garðabæinn í dag og mætir þar liði Stjörnunnar klukkan 16:00. Stelpurnar unnu góðan 2-1 sigur í síðasta leik og eru staðráðnar í að sækja 3 stig gegn Stjörnunni.
Liðin mættust á Þórsvelli í fyrstu umferð sumarsins og þar unnu stelpurnar glæsilegan 4-1 sigur þar sem Karen María Sigurgeirsdóttir gerði tvö mörk og þær María Catharina Ólafsd. Gros og Hulda Ósk Jónsdóttir gerðu sitthvort markið. María Sól Jakobsdóttir lagaði stöðuna í 3-1 fyrir gestina en sannfærandi sigur okkar liðs var aldrei í hættu.
Við minnum á að engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum vegna Covid aðstæðna en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram Þór/KA!