Stuðningsmannaferð á undanúrslitaleik FH og KA

Fótbolti
Stuðningsmannaferð á undanúrslitaleik FH og KA
Fyrsti undanúrslitaleikur KA frá 2015 framundan!

FH og KA mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins fimmtudaginn 1. september að Kaplakrika í Hafnarfirði og bjóðum við upp á hópferð á leikinn. Einungis kostar 2.500 krónur að fara í ferðina og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta kostaboð.

Farið verður af stað frá KA-Heimilinu klukkan 10:30 á fimmtudeginum en leikurinn fer fram klukkan 17:00. Lagt verður svo af stað til baka fljótlega eftir leik. Athugið að miði á leikinn er ekki innifalinn í þessu verði en auðvelt er að verða sér útum miða á leikinn í Stubbsappinu þegar nær dregur leik.

Kæru KA-menn, við erum einum leik frá því að fara í sjálfan bikarúrslitaleikinn. Það er því eina vitið að drífa sig suður og styðja okkar magnaða lið til sigurs, áfram KA!

Smelltu hér til að opna pöntunarformið


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband