Flýtilyklar
Stefnumót 3.fl. karla hefst í dag
KA og Stefna hafa undanfarin ár staðið fyrir Stefnumótum fyrir yngri flokka í fótbolta. Mótin hafa heldur betur slegið í gegn og lið hvaðanæva af landinu tekið þátt. Um helgina fer fram mót hjá 3. flokki karla en leikið er í Boganum sem og á KA-vellinum.
Öllum leikjum mótsins sem fara fram í Boganum eru sýndir beint á KA-TV. Hægt er að skoða útsendingar KA-TV með því að smella á KA-TV hlekkinn upp í hægra horninu á síðunni eða á slóðinni ka.is/katv
Allar helstu upplýsingar um mót helgarinnar má finna með því að smella hér.
Fyrsta Stefnumót vetrarins fór fram fyrir tveimur vikum síðan en þá lék 3. flokkur kvenna listir sínar. Eftir æsispennandi keppni var það lið Breiðabliks sem stóð uppi sem sigurvegari en Þór/KA varð í 2. sæti.