September og vetrartafla fótboltans

Fótbolti
September og vetrartafla fótboltans
Komdu í fótbolta!

Vetrarstarfið í fótboltanum er framundan og birtum við hér æfingatöflu september mánaðar sem og vetrartöfluna sem tekur gildi 1. október. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir Sportabler til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma og fá upplýsingar um mót og leiki.

Ef einhverjar spurningar eru varðandi yngriflokkastarfið er hægt að hafa samband við Andra Frey yfirþjálfara 5.-8. fl andrifreyr@ka.is og Alla yfirþjálfara 2.-4. fl alli@ka.

Septembertafla


Smelltu á töfluna til að sjá hana stærri

Vetrartafla


Smelltu á töfluna til að sjá hana stærri

Athugið að breytingar geta verið á helgaræfingunum!

Æfingagjöld o.fl.

  • Skráning iðkenda, greiðsla æfingagjalda og öll upplýsingamiðlun fer nú fram í gegnum Sportabler
  • Kerfið er afar einfalt í notkun og ef einhver lendir í vandræðum með kerfið bendum við á þjónustuver hjá Sportabler.
  • Með því að færa æfingagjöldin yfir einföldum við starfið með því að hafa allt á sama stað, gjöld, skráningar og upplýsingamiðlun.
  • Aðstandendur hafa góða yfirsýn yfir stöðu skráninga í Sportabler appinu.
  • Systkinaafsláttur er 10% eða millideildaafsláttur hjá KA er 10%. Afsláttur er ekki veittur af fyrsta gjaldi. Kerfið sér um að reikna afsláttinn eins og við á.

Smellið á https://sportabler.com/shop/KA til að fara á skráningarsíðu KA.

Ef þið lendið í vandræðum, eða hafið einhverjar fyrirspurnir um skráningar hafið þá samband við Arnar Gauta Finnsson, gauti@ka.is eða í síma 462-3482 kl. 9-15 á virkum dögum.

  • Æfingagjöldin standa undir rekstri flokka og deilda og þar er megin útgjaldaliðurinn laun þjálfara félagsins.
  • Mikilvægt er að hafa samband við Yngriflokkaráð KA ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlausn sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.
  • Ef iðkandi hættir á miðju tímabili eru gjöldin ekki endurgreidd. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu til Yngriflokkaráðs KA. Ekki er heimilt að endurgreiða Frístundastyrk Akureyrarbæjar.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband