Sannfærandi sigur í fyrsta leik Kjarnafæðismótsins

Fótbolti
Sannfærandi sigur í fyrsta leik Kjarnafæðismótsins
Strákarnir voru vel studdir (mynd: Þórir Tryggva)

KA hóf leik á Kjarnafæðismótinu í gær er strákarnir mættu Þór 2 en liðin leika í A-riðli. Efsta liðið fer áfram í úrslitaleik mótsins og því mikilvægt að byrja mótið vel og það gerðu strákarnir okkar svo sannarlega.

Elfar Árni Aðalsteinsson kom KA yfir strax á 6. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Daníel Hafsteinsson búinn að tvöfalda forystuna. Pétur Orri Arnarsson varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark á 34. mínútu áður en Jakob Snær Árnason kom KA í 4-0 með marki rétt fyrir hlé.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerði alls fjórar skiptingar í hálfleiknum en Þorvaldur Daði Jónsson var þar á meðal og gerði hann fimmta mark liðsins strax á 48. mínútu. Hallgrímur gerði fjórar skiptingar í viðbót og nýtti því breiddina í hópnum vel en Hallgrímur Mar Steingrímsson kláraði leikinn endanlega þegar hann kom KA í 6-0 með marki á 79. mínútu.

Frábær byrjun á Kjarnafæðismótinu en spilamennska liðsins var góð og afar gaman að sjá hve vel menn nýttu leikinn en eins og áður segir voru gerðar fjölmargar skiptingar á meðan leik stóð en þrátt fyrir það héldu menn dampi og sigldu heim flottum sigri.

Næsti leikur er á laugardaginn klukkan 15:00 þegar KA mætir Tindastól en það verður fyrsti leikur Sauðkrækinga á mótinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband