Pætur Petersen til liðs við KA

Fótbolti
Pætur Petersen til liðs við KA
Velkominn í KA Pætur!

Knattspyrnudeild KA samdi í dag við Pætur Petersen en hann er 24 ára gamall landsliðsmaður Færeyja. Pætur gengur til liðs við KA frá færeyska liðinu HB í Þórshöfn og er samningurinn til þriggja ára.

Pætur er öflugur framherji sem getur einnig leikið bæði á vinstri og hægri kanti. Hann braut sér nýverið leið í færeyska landsliðið og lék sína fyrstu A-landsleiki í nóvember. Þar áður lék hann fyrir öll yngrilandslið Færeyja.

Með liði HB varð Pætur færeyskur meistari árið 2020 og bikarmeistari árin 2019 og 2020 auk þess að vinna Super Cup 2019 og 2021. Þá hefur hann tekið þátt í þó nokkrum evrópuleikjum undanfarin ár sem ætti að nýtast vel með KA liðinu þegar við leikum okkar fyrstu evrópuleiki frá árinu 2003.

Pætur hefur æft með KA liðinu að undanförnu og erum við afar spennt að sjá til hans í gulu og bláu treyjunni á komandi sumri.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband