Flýtilyklar
Pætur Mikkjalsson til liðs við KA
24.05.2021
Handbolti
Pætur Mikkjalsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og mun ganga til liðs við KA á næsta tímabili. Pætur sem er 24 ára gamall Færeyskur landsliðsmaður er öflugur línumaður og kemur til liðs við KA frá H71 í Færeyjum.
Það hefur verið mikill uppgangur hjá Færeyska landsliðinu undanfarin ár og er Pætur lykilmaður í liðinu rétt eins og þeir Áki Egilsnes, Allan Norðberg og Nicholas Satchwell sem leika allir með KA í dag. Það er ekki nokkur spurning að koma Pæturs til KA mun styrkja lið okkar enn frekar og bíðum við spennt eftir því að fá hann norður á komandi tímabili.