Óli Stefán kynnir komandi fótboltasumar

Fótbolti

Þá er komið að síðustu föstudagsframsögunni í bili en Óli Stefán Flóventsson þjálfari knattspyrnuliðs KA mun þá fræða okkur um komandi fótboltasumar auk þess sem hann mun kynna nýjustu liðsmenn KA liðsins sem undirbýr sig fyrir fjórða árið í röð í efstu deild.

Að þessu sinni verður heldur betur veislumatur á boðstólum en Vídalín veitingar verða með marinerað svínafillet með meðlæti og kostar einungis 2.200 krónur á manninn. Maturinn hefst klukkan 12:00 en áætlað er að kynning Óla Stefáns hefjist klukkan 12:15 og taki um hálftíma.
 
Föstudagsframsagan er virkilega skemmtileg samkoma þar sem KA-menn fá persónulega og skemmtilega innsýn inn í starfið og gefst tækifæri á að spyrja þá sem stjórna starfinu spurninga um hvernig hlutirnir eru gerðir. Þú vilt ekki missa af þessu!

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband