Nýárskveðja knattspyrnudeildar KA

Fótbolti
Nýárskveðja knattspyrnudeildar KA
Takk fyrir stuðninginn! (mynd: Þórir Tryggva)

Knattspyrnudeild KA vill þakka öllum KA mönnum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir frábæran stuðning sem og samstarf á árinu sem nú er að líða.

Það má með sanni segja að árið 2023 verður okkur KA-mönnum ansi eftirminnilegt og má þar nefna Evrópuævintýri og bikarúrslitaleiks meistaraflokks karla auk baráttu karla- og kvennaliða okkar í deild þeirra bestu. Þá má ekki gleyma frábærum árangri yngriflokka okkar en alls fögnuðu sex lið á okkar vegum Íslands- eða Bikarmeistararatitli!

Við ætlum okkur að sjálfsögðu áfram stóra hluti og erum spennt fyrir því að halda áfram okkar öfluga starfi með ykkar stuðning og aðstoð, áfram KA!

Hjörvar Maronsson
Formaður knattspyrnudeildar KA


2. flokkur Þórs/KA/Völsungs


3. flokkur KA-A


3. flokkur KA-B


3. flokkur Þór/KA-B


4. flokkur KA-B


4. flokkur KA-A


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband