Myndband með öllum mörkum KA í sumar

Fótbolti

Covid-19 setti heldur betur svip sinn á fótboltasumarið 2020 en þrátt fyrir það tókst KA að halda stöðugleika sínum og landa 7. sæti Pepsi Max deildarinnar. Sumarið var sögulegt en KA vann sinn 100 leik í efstu deild er liðið vann 2-4 útisigur á Gróttu og jafnaði þar að auki metið yfir flest jafntefli á einu tímabili þrátt fyrir að enn væru fjórir leikir eftir er tímabilinu var aflýst.

Hér má sjá öll mörk liðsins í deild og bikar þetta sumarið en Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru markahæstu leikmenn liðsins með 6 mörk hvor.

Myndefnið er fengið frá Stöð 2 Sport og Ágúst Stefánsson klippti saman.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband