Flýtilyklar
Mikkel Qvist á láni til KA
Knattspyrnudeild KA hefur fengið góðan liðsstyrk en Mikkel Qvist hefur skrifað undir lánssamning við liðið. Qvist kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens og mun hann leika með KA út ágúst mánuð.
Það er ljóst að koma Qvist er gífurlega jákvæð fyrir KA í baráttunni í Pepsi Max deildinni í sumar en hann er 26 ára gamall varnarmaður og er 203 cm á hæð. Hann er öflugur í loftinu auk þess sem hann er líkamlega sterkur og getur kastað boltanum ansi langt í innköstum.
Hann hefur leikið alls 81 leik fyrir Horsens í efstu deild og bikar og ætlumst við til mikils af honum í sumar. KA liðið undirbýr sig nú fyrir fjórða sumarið í röð í efstu deild en liðið endaði í 5. sæti á síðasta sumri sem var besti árangur KA frá árinu 2002.