Mikilvægur heimaleikur gegn Fjölni í dag

Fótbolti

Baráttan heldur áfram í Pepsi Max deild karla í dag þegar KA tekur á móti Fjölni á Greifavellinum klukkan 18:00. Bæði lið eru án sigurs eftir fyrstu leiki sumarsins og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í húfi fyrir bæði lið.

Það er ekki nokkur spurning að strákarnir okkar eru klárir í slaginn og ætla sér að sækja þrjú stig í kvöld en til að það gangi upp þurfum við á ykkar stuðning að halda í stúkunni. Það skiptir öllu máli að við sýnum samheldni og klárum verkefni dagsins saman, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband