Mikilvægur heimaleikur gegn FH

Fótbolti

KA tekur á móti FH á Dalvíkurvelli klukkan 19:15 í kvöld í 5. umferð Bestu deildar karla í fótboltanum. KA liðið hefur byrjað sumarið gríðarlega vel og eru strákarnir í 2. sæti með 10 stig en aðeins topplið Breiðabliks hefur gert betur í upphafi sumars.

Það er krefjandi leikur framundan í kvöld en FH hefur reynst okkar liði ansi erfitt undanfarin ár og spennandi að sjá hvort að strákarnir nái að kreysta fram mikilvæg þrjú stig gegn Hafnfirðingunum.

Við hvetjum alla sem geta til að mæta til Dalvíkur og styðja strákana en annars er leikurinn í beinni á hliðarrás Bestu deildarinnar hjá Stöð 2 Sport, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband