Mikael Breki semur út 2026

Fótbolti

Mikael Breki Þórðarson skrifaði í dag undir nýjan fjögurra ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Þetta eru frábærar fréttir enda Mikki gríðarlega efnilegur og öflugur leikmaður.

Mikki sem er aðeins 15 ára gamall lék sína fyrstu meistaraflokksleiki á nýliðnu sumri en hann lék fyrsta leikinn í Mjólkurbikarnum í 4-1 sigri á Reyni Sandgerði og í kjölfarið kom hann við sögu í tveimur leikjum í Bestu deildinni auk þess að vera ónotaður varamaður í nokkrum leikjum.

Þá varð hann Bikarmeistari með 3. flokk KA í sumar og var á dögunum valinn í æfingahóp U16 ára landsliðsins ásamt þeim Aroni Daða Stefánssyni og Jóhanni Mikael Ingólfssyni.

Það verður afar gaman að fylgjast áfram með framgöngu þessa öfluga KA manns og frábært að Mikki sé búinn að skrifa undir langtímasamning við uppeldisfélagið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband