Miðasala hafin á bikarúrslitaleikinn

Fótbolti

KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 16. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Miðasala er nú farin af stað en miðasalan fer öll í gegnum Tix.is, athugið að ekki er hægt að kaupa miða á vellinum eða á öðrum stöðum.

Smelltu hér til að kaupa miða

Það verður mikil og skemmtileg dagskrá í kringum leikinn sem við munum kynna betur er nær dregur leik en við hvetjum ykkur eindregið til að taka daginn strax frá og verða ykkur útum miða.

Athugið að við erum með sérsvæði fyrir harðkjarnastuðningsmenn sem munu fara fyrir stemningunni í stúkunni. Miðar á það svæði eru pantaðir í gegnum agust@ka.is.

VIP miðar á leikinn sem innihalda veitingar fyrir leik og í hálfleik eru einnig seldir í gegnum agust@ka.is.

Þetta er fyrsti bikarúrslitaleikur KA í knattspyrnu frá árinu 2004 og ljóst að við ætlum að njóta dagsins, gera stúkuna gula og tryggja fyrsta stóra titil KA í knattspyrnu frá árinu 1989, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband