Kynningarkvöld á miðvikudaginn - Ársmiðasala hafin

Handbolti

Handboltaveislan er að hefjast gott fólk og verða KA og KA/Þór með stórskemmtilegt kynningarkvöld í KA-Heimilinu á miðvikudaginn klukkan 19:00. Það er spennandi handboltavetur framundan og eina vitið að koma sér í gírinn fyrir handboltaveislu vetrarins.

Við munum kynna karlalið KA og kvennalið KA/Þórs til leiks í skemmtilegri dagskrá auk þess sem grillkjöt með meðlæti verður til sölu fyrir einungis 3.000 kr. auk þess sem drykkjarsala verður á svæðinu.

Strákarnir okkar hefja leik á útileik gegn Gróttu á laugardaginn en fyrsti heimaleikur er svo fimmtudaginn 12. september. Stelpurnar í KA/Þór hefja leik í Grill66 deildinni á heimaleik gegn Haukum 2 sunnudaginn 15. september.

Eins og undanfarin ár verður ársmiðasala liðanna í Stubb en ársmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum í Olísdeildinni. Rétt eins og í fyrra bjóðum við sérstakan ársmiða fyrir 17-22 ára á lægra verði.

Þá bjóðum við einnig upp á sérstaka ársmiðatvennu þar sem þú getur fengið ársmiða hjá bæði karlaliði KA og kvennaliði KA/Þórs saman á aðeins 30.000 kr.

SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁRSMIÐA HJÁ KA

 

Ársmiði hjá karlaliði KA kostar 25.000 kr og veitir aðgang að öllum heimaleikjum liðsins í Olísdeild karla í vetur. Fyrir þá sem eru 17-22 ára fá slíkan ársmiða á aðeins 15.000 kr.

Þá bjóðum við upp á hinn magnaða VIP miða á 65.000 kr en miðinn veitir aðgang að öllum heimaleikjum KA yfir veturinn auk þess sem hamborgari og drykkir eru innifaldir.

SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁRSMIÐA HJÁ KA/ÞÓR

Ársmiði hjá kvennaliði KA/Þórs selst á 10.000 kr og veitir aðgang að öllum heimaleikjum stelpnanna í Grill66 deildinni í vetur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband