Kynning á viđbragđsáćtlun gegn einelti - mikilvćgt ađ mćta

Almennt

Undanfariđ ár hefur fariđ töluverđ vinna hjá KA og Miđstöđ skólaţróunar hjá Háskólanum á Akureyri í ađ móta viđbragđsáćtlun gegn einelti. Formlegur kynningarfundur verđur haldinn í KA-heimilinu ţann 28. febrúar nćstkomandi kl. 20:00.

Mikilvćgt er ađ sem flestir foreldrar mćti, sem og ţjálfarar, starfsfólk og eldri iđkendur félagsins. Mikil vinna hefur veriđ lögđ í áćtlunina en allir ţjálfarar og starfsmenn félagsins komu ađ vinnunni á einn eđa annan hátt. Áćtlunin hefur einnig veriđ samţykkt af ađalstjórn félagsins.

Hún er unnin af mestu leyti af Sigríđi Ingadóttur hjá MSHA. Ţrátt fyrir ađ áćtlunin hafi ekki enn veriđ formlega kynnt foreldrum og iđkendum hefur hún komiđ ađ góđum notum og greinilegt ađ ţörf er fyrir slíka viđbragđsáćtlun hjá eins stóru félagi og KA.

Viđ KA-menn erum stoltir af vinnunni og vonum ađ ţetta sé enn eitt heillaskrefiđ til ţess ađ iđkendum líđi sem best í félaginu. Í kringum áćtlunina hefur veriđ stofnađ svokallađ fagráđ, sem sér um ađ fariđ sé eftir áćtluninni og fćr allar tilkynningar um grun um einelti á sitt borđ. Hćgt er ađ tilkynna grun um einelti beint til fagráđsins eđa til yfirţjálfara viđkomandi greinar sem kemur síđan tilkynningunni áleiđis.

Í fagráđinu sitja:
Heimir Haraldsson, námsráđgjafi heimir@ma.is 
Kristín Viđarsdóttir, sálfrćđingur kristinelva@ma.is 
Siguróli Sigurđsson, íţróttafulltrúi siguroli@ka.is

Á komandi dögum verđur hćgt ađ finna áćtlunina og verkferlana hér á heimasíđunni undir "Um félagiđ" og til hćgri á síđunni. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband