Flýtilyklar
Karaktersigur á HK
Eftir ađ hafa veriđ 1-0 undir í hálfleik sýndi KA mikinn karakter í seinni hálfleik og breytti stöđunni sér í vil í 3-1. HK náđi hinsvegar ađ klóra í bakkann og lauk leiknum međ 2-3 sigri KA.
HK 2 – 3 KA
1 – 0 Hákon Ingi Jónsson (’16)
1 – 1 Elfar Árni Ađalsteinsson (’48) Stođsending: Juraj
1 – 2 Aleksandar Trninic (’65) Stođsending: Elfar
1 – 3 Elfar Árni Ađalsteinsson (’76) Stođsending: Juraj
2 – 3 Ágúst Freyr Hallsson (’81)
Mörkin í leiknum:
Liđ KA:
Rajko, Hrannar Björn, Guđmann, Davíđ Rúnar, Baldvin, Archange, Aleksandar, Ásgeir, Hallgrímur Mar, Juraj og Eflar Árni
Bekkur:
Aron Dagur, Callum, Ólafur Aron, Pétur Heiđar, Orri, Kristján Freyr og Bjarki Ţór.
Skiptingar:
Ásgeir út – Bjarki Ţór inn (’86)
Juraj út – Pétur Heiđar inn (’88)
Hallgrímur út – Callum inn (’90)
Fyrri hálfleikur var afar bragđdaufur af okkar hálfu og einhver deyfđ yfir mannskapnum. KA hélt ţó boltanum töluvert meira en lítiđ var um marktćkifćri. Heimamenn í HK voru klókir á 16. mínútu leiksins ţegar ađ Ágúst Freyr vann boltann á miđjunni og gaf hann á Bjarna Gunnarsson sem átti laglegan sprett upp hćgri vćnginn og gaf fyrir markiđ og ţar mćtti á fjćrstöngina, Hákon Ingi Jónsson sem renndi boltanum í netiđ. 1-0 fyrir HK sem voru sprćkir í skyndisóknum sínum í fyrri hálfleik.
Eina hćttulega tćkifćri KA í hálfleiknum kom ţegar ađ Juraj átti fyrirgjöf fyrir markiđ og boltinn endađi hjá Elfari Árna sem var felldur niđur af varnarmanni HK en ekkert dćmt.
Í seinni hálfleiknum var síđan allt annađ upp á teningnum. KA liđiđ mćtti tvíelfd til leiks og ćtlađi sér öll ţrjú stigin í ţessum leik. Liđiđ var ekki lengi ađ jafna metin en eftir ađeins ţrjár mínútur í síđari hálfleik átti Juraj hornspyrnu sem Elfar Árni gerđi vel ađ skalla í netiđ. Stađan 1-1 og KA liđiđ hungrađ ađ sćkja öll ţrjú stigin.
KA hélt áfram ađ pressa ađ marki heimamanna og bar ţađ árangur á 65. mínútu ţegar ađ Hrannar átti langt innkast inn í teiginn ţar sem boltinn barst til Elfars Árna sem gaf út í teiginn á Aleksandar sem hamrađi boltann snyrtilega í netiđ og kom KA yfir 1-2.
Ţađ var svo ţegar ađ rúmur stundarfjórđungur var til leiksloka ađ Grímsi tók aukspyrnu hćgra megin á vellinum snöggt og skipti yfir á vinstri vćnginn til Juraj sem tók varnarmenn HK á og gaf fyrir markiđ ţar sem Elfar Árni sneyddi boltann međ hausnum í netiđ. Annađ skallamark Elfars í dag og stađinn ţví orđinn 1-3 KA í vil og útlitiđ orđiđ gott.
Heimamenn í HK náđu ţó ađ klóra í bakkann og var ţar ađ verki Ágúst Freyr Hallsson á 81. mínútu. Einstaklingsframtak af bestu gerđ. Tók nokkra KA menn á og nelgdi boltanum í stöng og inn eftir góđan sprett upp vinstri vćnginn.
Leiknum lauk svo međ 2-3 sigri KA og gríđarlega mikilvćg ţrjú stig í toppbaráttunni. Úrslitin ţýđa ţađ ađ KA er komiđ aftur í toppsćtiđ međ 39 stig. Einu stigi meira en Grindavík. Sigur í nćsta leik ţýđir einfaldlega ţađ ađ KA muni leika í deild ţeirra bestu nćsta sumar.
KA-mađur leiksins: Elfar Árni Ađalsteinsson (2 mörk og stođsending. Tvö snyrtileg skallamörk frá Elfari í dag sem er sannkallađur gammur í teignum.)
Nćsti leikur KA er af dýrari gerđinni. Risa leikur og er hann laugardaginn n.k. ţann 3. september ţegar ađ viđ fáum Selfyssinga í heimsókn á Akureyrarvöll. Hefst sá leikur kl. 16.00 og hvetjum viđ alla KA-menn nćr og fjćr ađ mćta á völlinn og styđja viđ bakiđ á liđinu í ţessum mikilvćga leik. Áfram KA!