Kappa nýr markmannsþjálfari KA

Fótbolti
Kappa nýr markmannsþjálfari KA
Velkominn í KA Kappa!

Michael Charpentier Kjeldsen eða Kappa eins og hann er kallaður hefur tekið til starfa sem markmannsþjálfari hjá knattspyrnudeild KA. Kappa er reynslumikill danskur þjálfari sem hefur starfað bæði með unga markmenn og meistaraflokksmarkmenn í Danmörku.

Kappa hefur nú þegar hafið störf bæði í meistaraflokki KA sem og hjá yngriflokkunum og segist hann vera afar spenntur fyrir félaginu. Það leggist mjög vel í hann að starfa fyrir bæði afreksstarfið sem og yngriflokkahlutann og segist hann vera spenntur að hjálpa ungum markmönnum KA að bæta sig og taka næstu skref á ferlinum.

Við bjóðum Kappa velkominn í KA og hlökkum til samstarfsins!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband