KA vann 4-0, fyrsti leikur Jóhanns Mikaels

Fótbolti

KA vann ţriđja stórsigur sinn í Kjarnafćđismótinu um helgina er strákarnir sóttu Völsung heim. Stađan var ađ vísu markalaus í hálfleik en fjögur mörk í ţeim síđari tryggđu sannfćrandi 0-4 sigur KA liđsins sem er ţví međ fullt hús stiga eftir fyrstu ţrjá leiki sína í mótinu.

Andri Fannar Stefánsson opnađi markareikninginn á 64. mínútu og innan viđ mínútu síđar hafđi Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldađ forystuna. Heimamenn urđu svo fyrir ţví óláni ađ gera sjálfsmark er um tíu mínútur lifđu leiks og Ásgeir Sigurgeirsson innsiglađi loks sigurinn međ fjórđa markinu á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Eins og áđur gerđi Hallgrímur Jónasson ţjálfari KA ófáar breytingar á liđinu og spilađi Jóhann Mikael Ingólfsson sinn fyrsta meistaraflokksleik er hann kom inn í markiđ í hálfleik. Jóhann sem er ađeins 15 ára gamall er gríđarlega efnilegur markvörđur sem er ađ koma uppúr yngriflokkastarfi KA og gerđi sinn fyrsta samning hjá KA á dögunum. Hann hélt ađ sjálfsögđu hreinu í síđari hálfleiknum og verđur spennandi ađ sjá hvort hann fái fleiri tćkifćri á nćstunni.

KA mćtir Dalvík/Reyni í lokaleik riđilsins á laugardaginn en KA er međ fullt hús stiga og markatöluna 18-0 eftir ţrjá leiki. Efsta liđiđ mćtir efsta liđinu í hinum riđli Kjarnafćđismótsins í úrslitaleik en KA á titil ađ verja og alveg ljóst ađ strákarnir ćtla ađ halda ţessum góđa dampi áfram í leiknum gegn Dalvík/Reyni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband