KA tekur á móti Connah's Quay Nomads

Almennt

Hafin er miđasala á Evrópuleikinn á móti Connah's Wuay Nomads á stubb og hvetjum viđ alla stuđningsmenn félagsins til ađ tryggja sér miđa og styđja strákana okkar áfram í Evrópu.  Viđ viljum gera nćstu vikur hjá félaginu eftirminnilegar og ţurfum á stuđning ykkar ađ halda.

Heimasíđan fékk Kristján Sturlu til ađ kafa ađeins ofan í andstćđinga okkar og frćđa okkur örlítiđ um ţetta liđ.

Nomads eđa Hirđingjarnir eru atvinnumannaliđ frá Connah's Quay í Wales. Félagiđ var stofnađ áriđ 1946 og hét upphaflega Connah's Quay Juniors en áriđ 1951 tók ţađ upp nafniđ Connah's Quay Nomads. Félagiđ leikur í efstu deild í Wales, Cymru Premier eđa velsku úrvalsdeildinni. Heimavöllur liđsins var lengi vel Deeside Stadium í Connah's Quay, 1500 manna grasvöllur međ einni 500 manna stúku. Fyrir ţetta tímabil flutti félagiđ sig um set og hóf ađ leika á Cae-y-Castell vellinum í Flint og deilir ţeim velli međ Flint Town United. Sá völlur er gervigrasvöllur og tekur 3000 manns međ einni 250 manna stúku.Félögin hafa átt í viđrćđum um endurbćtur á ţeim velli međ ţađ ađ markmiđi ađ völlurinn uppfylli kröfur UEFA og geti ţar međ hýst leiki í Evrópukeppni sem og leiki yngri landsliđa.

Líkt og KA ţá geta Connah's Quay Nomads ekki leikiđ á sínum heimavelli í Evrópukeppni ţar sem heimavöllur liđsins uppfyllir ekki kröfur UEFA. Connah's Quay Nomads mun taka á móti KA á Park Hall Stadium í Oswestry, heimavelli New Saints liđsins sem einnig leikur í velsku úrvalsdeildinni. Park Hall Stadium er 2000 manna gervigrasvöllur međ 1000 manna stúku.

Félagiđ vann sinn fyrsta stóra titil áriđ 1996 ţegar ţađ vann velska deildarbikarinn. Áriđ 2010 féll liđiđ á ósanngjarnan hátt úr velsku úrvalsdeildinni vegna endurskipulagningar á deildarkeppninni í Wales en snéri aftur í úrvalsdeildina áriđ 2012. Á undanförnum árum hefur félagiđ heldur betur látiđ til sín taka; félagiđ varđ bikarmeistari áriđ 2019, vann deildarbikarinn 2020 og 2022 og urđu meistarar áriđ 2020 og 2021. Á síđasta tímbili endađi félagiđ í 2. sćti í velsku úrvalsdeildinni.

Undanfarin ár hafa Connah's Quay Nomads leikiđ í Evrópukeppni og hafa tvisvar sinnum komist í ađra umferđ; slógu út Stabćk áriđ 2016 og Kilmarnock áriđ 2019.

Ţjálfari félagsins er Neil Gibson en hann tók viđ í fyrra eftir ađ hafa stýrt áđur Flint Town United og Prestatyn Town.  Á seinasta tímabili var leikmannahópur liđsins ađ mestu skipađur leikmönnum frá Wales eđa Englandi og međalaldur hópsins rétt rúmlega 25 ár. Aldursforesti liđins er miđvörđurinn George Horan en hann er 41 árs, fćddur áriđ 1982. Kappinn er elsti leikmađurinn til ađ skora í Meistaradeild Evrópu en ţann 7. júlí áriđ 2021 ţegar hann var 39 ára og 139 daga gamall skorađi hann fyrir liđiđ gegn Alashkert frá Armeníu og sló ţar međ met Francesco Totti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband