Flýtilyklar
KA Podcastið - 10. maí 2018
Hlaðvarpsþátturinn KA Podcastið heldur áfram göngu sinni en knattspyrnusumarið er komið af stað og bæði KA og Þór/KA hafa nú leikið tvo leiki í Pepsi deildinni. Þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson fá til sín góða gesti en karlamegin ræðir Magnús Már Einarsson frá fotbolti.net um KA liðið og kvennamegin mætir fyrirliðinn Sandra María Jessen og fer yfir byrjunina á sumrinu sem og dvöl sína með Slavia Prag í Tékklandi.
Þá kemur formaður KA, Ingvar Már Gíslason, í heimsókn og ræðir komandi félagsfund sem KA heldur 16. maí kl. 17:15 um framtíðarplön félagsins og rekstarumhverfi KA. Það er því um að gera að hlusta á þennan skemmtilega þátt okkar og fylgjast vel með því sem er í gangi hjá félaginu.
Þá minnum við á að þátturinn er kominn inn á iTunes veituna og um að gera að bæta honum við þar enda berst þátturinn þá sjálfkrafa til þín.