KA og Þór/KA fengu bæði heimaleik í bikarnum

Fótbolti
KA og Þór/KA fengu bæði heimaleik í bikarnum
KA fagnar sigri á Leikni 2016 (mynd: Sævar Geir)

Dregið var í Mjólkurbikarnum í kvöld og voru bæði KA og Þór/KA að sjálfsögðu í pottinum. Bæði liðin fengu heimaleik en KA hefur leik í 32-liða úrslitum á meðan Þór/KA leikur í 16-liða úrslitum kvennamegin.

Karlamegin eru andstæðingar okkar Leiknir í Reykjavík en áætlað er að leikið sé 24. júní næstkomandi. Leiknismenn eru í Lengjudeildinni en liðin mættust síðast sumarið 2016 er KA vann sigur í þeirri deild og tryggði sér sæti í efstu deild. KA vann góðan 0-2 sigur í Breiðholtinu með mörkum frá Ásgeiri Sigurgeirssyni og Halldóri Hermanni Jónssyni og aftur vannst góður 3-1 sigur á Akureyri með tveim mörkum frá Hallgrími Mar Steingrímssyni og marki frá Juraj Grizelj.

Stelpurnar í Þór/KA þurfa hinsvegar aðeins að bíða og sjá hvort þær taki á móti Keflavík eða Aftureldingu í sinni viðureign en áætlað er að sá leikur fari fram 10. júlí næstkomandi.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband