Jajalo framlengir við KA út 2024

Fótbolti

Kristijan Jajalo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn KA út 2024. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Jajalo gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2019 og heldur betur staðið fyrir sínu í rammanum síðan þá.

Jajalo er 29 ára gamall og kemur frá Bosníu en hann hefur nú leikið 45 leiki fyrir KA í deild og bikar. Fyrir komu sína til KA lék hann með Grindavík þar sem hann lék 54 leiki en þar áður lék hann í Bosníu og Króatíu.

Í gær framlengdi Steinþór Már Auðunsson einnig út 2024 og því ljóst að við höldum áfram okkar öfluga markvarðarteymi næstu árin og eru það frábærar fréttir enda bæði Jajalo og Stubbur búnir að sýna og sanna að þeir eru meðal bestu markvarða Bestu deildarinnar.

Við óskum Jajalo sem og Knattspyrnudeild til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast áfram með framgöngu þessa öfluga Bosníumanns á vellinum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband