Ísak og Hilmar framlengja um tvö ár

Handbolti

Handboltaveturinn fer af stað á laugardaginn þegar KA sækir Valsmenn heim í leik Meistara Meistaranna og verður ansi spennandi að sjá hvernig strákunum okkar reiðir af í vetur. Við teflum fram ungu og spennandi liði sem er að langmestu leiti byggt upp af strákum sem koma uppúr starfi KA.

Þeir Hilmar Bjarki Gíslason og Ísak Óli Eggertsson skrifuðu í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA en báðir eru þeir gríðarlega öflugir og metnaðarfullir leikmenn sem eru að koma uppúr yngriflokkastarfi KA.

Hilmar Bjarki er 19 ára gamall línumaður sem er auk þess afar sterkur varnarmaður. Hilmar lék sína fyrstu leiki með meistaraflokk á síðustu leiktíð og hefur komið afar sterkur inn í lið okkar á undirbúningstímabilinu.

Ísak Óli Eggertsson er 17 ára gamall miðjumaður sem rétt eins og Hilmar fékk sitt fyrsta tækifæri með meistaraflokksliði KA á síðustu leiktíð. Ísak Óli er afar lunkinn og skemmtilegur sóknarmaður sem hefur sýnt virkilega flotta frammistöðu á undirbúningstímabilinu.

Það er ekki nokkur vafi á því að þeir Hilmar og Ísak munu halda áfram að bæta í og vinna sig upp í stórt hlutverk í okkar spennandi liði í vetur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband