Iðunn, Kimberley og Steingerður á NM með U16

Fótbolti
Iðunn, Kimberley og Steingerður á NM með U16
Stelpurnar eru klárar í slaginn!

Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir eru í lokahóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem keppir á Norðurlandamótinu í Kolding í Danmörku dagana 4.-13. júlí næstkomandi.

Það verður ansi spennandi að fylgjast með liðinu á mótinu og hrikalega ánægjulegt að sjá þrjá fulltrúa Þórs/KA í hópnum en Jörundur Áki Sveinsson stýrir liðinu. Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á þessu stóra og flotta móti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband