Flýtilyklar
Hörkuleikur hjá Þór/KA gegn KR í dag
28.07.2020
Fótbolti
Þór/KA tekur á móti KR í Pepsi Max deild kvenna í dag klukkan 18:00 á Þórsvelli en fyrir leikinn eru liðin jöfn í 5. og 6. sæti með 7 stig og má því búast við hörkuleik.
Stelpurnar áttu flottan leik gegn Fylki í síðustu umferð en urðu á endanum að sætta sig við 2-2 jafntefli og leitar liðið því enn að sínum næsta sigri en stelpurnar byrjuðu tímabilið á tveimur stórsigrum. Á sama tíma byrjaði KR sumarið illa en hefur náð í öll sín stig í síðustu þremur leikjum og mæta þær því fullar sjálfstrausts í leik dagsins.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á Þórsvöll og styðja stelpurnar okkar til sigurs, áfram Þór/KA!