Flýtilyklar
Hópferð á Fjölnir - KA um helgina
KA vann frábæran 2-0 sigur á Fylki á sunnudaginn í Pepsi Max deildinni og sótti þar dýrmæt þrjú stig. Framundan er hinsvegar annar mikilvægur leikur er strákarnir sækja Fjölnismenn heim á laugardaginn klukkan 14:00.
Stuðningsmannasveit KA ætlar sér að styðja vel við bakið á strákunum okkar og eru með hópferð á leikinn mikilvæga. Aðeins kostar 2.000 krónur í ferðina en lagt verður af stað klukkan 8:00 um morguninn og heimför er svo fljótlega að leik loknum.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að skrá sig og taka þátt í því að tryggja þrjú stig í þessum mikilvæga leik en Fjölnismenn eru á botni deildarinnar með 5 stig en KA er í 10. sætinu með 14 stig.