Hópferð á bikarúrslitin

Handbolti
Hópferð á bikarúrslitin
VIÐ ÞURFUM Á YKKUR AÐ HALDA! (mynd: Egill Bjarni)

KA tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca-Cola bikars karla í gær með stórkostlegum 28-27 sigri á Selfoss eftir framlengdan spennuleik. Framundan er úrslitaleikur gegn Val á laugardaginn klukkan 16:00 á Ásvöllum í Hafnarfirði og ætlum við að vera með hópferð á bikarveisluna.

Brottför er klukkan 9:00 frá KA-Heimilinu á laugardeginum og kostar ferðin 3.000 krónur. Miði á leikinn er ekki innifalinn en miðasala fer fram í gegnum Stubbur miðasöluapp.

Rútan fer á Sport & Grill í Smáralind þar sem við hitum upp fyrir veisluna og þaðan er farið á Ásvelli klukkan 15:00 þar sem við ætlum okkur sigur í stúkunni sem og á vellinum. Heimferð er svo beint eftir leik. Hægt er að fara bara aðra leið ef fólk kýs það.

Smelltu hér til að skrá þig í ferðina


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband