Flýtilyklar
Heimaleikur hjá Þór/KA gegn FH í dag
14.07.2020
Fótbolti
Þór/KA hefur farið vel af stað í sumar og fær í dag heimaleik gegn FH klukkan 18:00 á Þórsvellinum. Stelpurnar eru komnar áfram í 8-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum og eru með 6 stig af 9 mögulegum eftir fyrstu þrjá leikina í Pepsi Max deildinni.
Á sama tíma er lið FH án stiga á botni deildarinnar eftir fjóra leiki og ljóst að gestirnir munu mæta grimmir til leiks í kvöld. Það má því búast við áhugaverðum leik en það er ljóst að stelpurnar okkar ætla sér sigurinn og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja þær til sigurs, áfram Þór/KA!